Formleg opnun heilsustígsins

Opnun heilsustígs 2014
Opnun heilsustígs 2014

Í gær mætti góður hópur íbúa til að fara með Ragnari Sigurðssyni, íþróttafulltrúa um heilsustíginn sem nú hefur verið formlega opnaður.

Í gær, mánudaginn 29. september, mætti góður hópur íbúa til að ganga með Ragnari Sigurðssyni, íþróttafulltrúa um heilsustíginn sem nú hefur verið formlega opnaður.

Það er Hermann Georg Gunnlaugsson, landslagsarkitekt sem hefur með fyrirtæki sínu Heilsustígar ehf, hafið innleiðingu þessara stíga.  Upphaf og lok stígsins eru við íþróttamiðstöðina og er hann 3,4 km að lengd.  Alls eru æfingastöðvarnar 15 og getur hver og einn tekið á eins og hann kýs.

Hér eru meðfylgjandi nokkrar myndir sem teknar voru á göngunni í gær.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?