Frá körfuknattleiksdeild Þórs

Fimm drengir úr Þór í unglingalandsliðshópum Körfuknattleikssambands Íslands sem munu æfa um hátíðarnar.

Það er ánægjulegt hve margir drengir voru valdir í æfingahópa hjá unglingalandsliðum KKÍ frá Þór Þorlákshöfn en þrjú drengjalandslið munu æfa um jólin. Erlendur Ágúst Stefánsson f.´95, Halldór Garðar Hermannsson f. ´97 og Þórarinn Friðriksson f. ´95 voru valdir til æfinga hjá U15 ára (f. 1995) landsliðinu. Emil Karel Einarsson ´94 var valinn til æfinga hjá U16 ára (f. 1994) landsliðinu en Emil keppti á síðasta Norðurlandamóti í Svíþjóð með drengjum f. 1993. Einnig var Þorsteinn Már Ragnarsson f. ´93 valinn í æfingahóp U18 ára (f. 1992) landsliðsins en hann keppti með U16 ára landsliðinu síðastliðið vor á Norðurlandamótinu ásamt Emil.
 
Unglingaliðin frá Þór hafa verið í samstarfi við Hamar í vetur og hafa verið á meðal 5 bestu liða landsins í A riðli Íslandsmótsins og er það frábær árangur að hafa svo marga afreksmenn í landsliðshópum. Þess má geta að tveir Hamarsmenn voru valdir í 18 ára liðið.

Stjórn körfuknattleiksdeildar Þórs

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?