Frábær þátttaka í snjalla - ratleiknum

Snjalli-ratleikurinn sló í gegn í sumar en vel á annað hundrað börn og fullorðnir tóku þátt í 47 liðum. Leikurinn var í skrúðgarðinum og var opinn frá 17. júní til 15. ágúst. Það var gaman að sjá hvað íbúar og gestir voru tilbúnir í fjör, skemmtun og samveru en tilgangurinn var m.a. að auka útivist og samveru fjölskyldunnar.

Gaman væri að fá hugmyndir frá ykkur um fleiri útivistarverkefni sem tengjast lýðheilsu og útivist sem við getum hjálpast að við að koma á fót.

Vinningshóparnir em voru með flest svör rétt á stystum tíma voru:

  • Já (Lína, Vignir, Viktor og Þórunn)
  • Hjartarós (Mía Dís Róbertsdóttir)
  • Team Malmquist (Hörður)

Vinningshafar mega hafa samband við Jóhönnu M. Hjartardóttur jmh@olfus.is.

Takk kærlega fyrir þátttökuna !

Nú í haust eru ýmis hvatningaverkefni hjá ÍSÍ eins og göngum í skólann, hjólum í skólann og íþróttavika Evrópu.Sveitarfélagið Ölfus stefnir á að íbúar verði öflugir þátttakendur bæði þéttbýli og dreifbýli.

Nánari kynning á þeim verkefnum verður þegar nær dregur.


X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?