Framkvæmd rafrænu íbúakosninganna

Þeir sem tóku þátt í lokafundi um rafrænu kosningarnar
Þeir sem tóku þátt í lokafundi um rafrænu kosningarnar

Síðasta vetrardag var efnt til fundar í Versölum, þar sem farið var yfir hvernig til tókst við skipulag og framkvæmd fyrstu rafrænu íbúkosninganna á Íslandi, en þær fóru fram í Sveitarfélaginu Ölfusi dagana 17.-26. mars.

Síðasta vetrardag var efnt til fundar í Versölum, þar sem farið var yfir hvernig til tókst við skipulag og framkvæmd rafrænu íbúkosninganna sem fram fóru í Sveitarfélaginu Ölfusi dagana 17.-26. mars.

Á fundinn voru boðaðir aðilar frá Þjóðskrá Íslands, Innanríkisráðuneytinu, Sambandi Sveitarfélaga, Advania, Sveitarfélaginu Ölfusi og annarra sem á einhvern hátt komu að undirbúningi, skipulagi og framkvæmd kosninganna.

Fram kom að kosningin þótti hafa tekist mjög vel og að þrátt fyrir að heimafólk hefði viljað sjá meiri kosningaþátttöku, þá sé hún talin með besta móti af þeim sem til þekkja og í samanburði við kosningaþátttöku í viðlíka kosningum erlendis.

Farið var yfir kosti og galla kerfisins og fróðlegt að heyra hversu aðdragandinn hefur verið langur og hvað þetta ferli hefur verið viðamikið. Greinilegt er að vel hefur verið vandað til verka á öllum stigum verkefnisins og má gera ráð fyrir að þetta kosningakerfi eigi eftir að reynast raunhæfur kostur í íbúakosningum í framtíðinni.

Á næsta fundi bæjarstjórnar, sem verður haldinn fimmtudaginn 30. apríl, verður fjallað um niðurstöðu kosninganna og tekin ákvörðun um næstu skref.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?