Framkvæmdir við Sundlaug Þorlákshafnar

Byrjað er á 2. áfanga ársins 2023 í framkvæmdum á innisundlaugarsvæðinu í íþróttamiðstöðinni. Skipt verður um gólfefni í kringum laugina og verða allar rennibrautirnar þrjár endurnýjaðar. Laugin verður lokuð í um það bil þrjár vikur á meðan framkvæmdum stendur. Síðastliðið vor var innilaugin máluð og skipt um ljós í loftinu. 

Á útisvæðinu er ný búið að endurnýja ljósin ofaní bæði sundlaug og rennibrautarlaug. Nýju ljósin eru ledljós sem bjóða uppá ýmsa möguleika eins og litaskiptingu sem skapar skemmtilega stemningu. 

Fyrirhugað er að vera með notalega stemningu og viðburði í sundlauginni á aðventunni. 

Ragnar M. Sigurðsson
íþrótta og tómstundafulltrúi

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?