Fréttatilkynning frá stjórn Árbliks

Hlíðarvatn í Ölfusi
Hlíðarvatn í Ölfusi
Veiðidagar í Hlíðarvatni í sumar

Nú er komið að því að huga að veiðidögum í Hlíðarvatni í sumar. Sama fyrirkomulag á sölu og í fyrra.  Forsala fer fram fimmtudaginn 17. febrúar fyrir félagsmenn og mega félagsmenn þá kaupa 2 stangir en seinni salan fer fram 24. febrúar og þá er fjöldi stanga ótakmarkaður.

 

Fréttatilkynning frá stjórn Árbliks

 

Nú er komið að því að huga að veiðidögum í Hlíðarvatni í sumar. Sama fyrirkomulag á sölu og í fyrra.  Forsala fer fram fimmtudaginn 17. febrúar fyrir félagsmenn og mega félagsmenn þá kaupa 2 stangir en seinni salan fer fram 24. febrúar og þá er fjöldi stanga ótakmarkaður. Eftir þetta fer salan fram á www.leyfi.is. Hvetjum félagsmenn til að kaupa alla sína daga strax því félagsverð verður ekki í gildi á www.leyfi .is.

Fyrirkomulag á sölu veiðileyfa verður þannig að fyrstur kemur fyrstur fær.  Til að fleiri félagsmenn komist að í fyrstu umferð verður einungis heimilt að kaupa 2 daga í fyrstu sölu en í seinni sölu verður fjöldi daga frjáls.

 

 Athugið að tvær stangir eru alltaf seldar saman.

 

Skuldlausir félagsmenn hafa forgang að veiðileyfum.

Forsala leyfa hefst fimmtudaginn 17. febrúar kl. 19-21 á kaffistofu Elísar Hafsteinssonar að Unubakka 18 a.  Seinni  salan fer svo fram fimmtudaginn 24. febrúar kl. 20  á sama stað.  Óbreytt verð á milli ára til félagsmanna.

Sími í forsölu er 848 3281.

Þeir Sunnlendingar sem hafa áhuga á að ganga í félagið hafi samband við formann félagsins, Elías Hafsteinsson í Þorlákshöfn.

Aðalfundur félagsins verður haldinn í Ráðhúskaffi fimmtudaginn 10.mars kl. 20.00.

                            Stjórnin

 

 

 

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?