Sveitarfélagið Ölfus hefur gert nýjan þjónustusamning við Fólkvang ehf. um snjómokstur á götum og við stofnanir sveitarfélagsins. Samningurinn tekur gildi þegar í stað og nær yfir vetrarvertíðina 2025–2026.
Með samningnum er tryggt að viðbragðstími og þjónustustig í snjómokstri verði skýrt skilgreint og að unnið verði samkvæmt samræmdum verklagsreglum sem stuðla að auknu öryggi íbúa og góðu aðgengi að helstu þjónustustöðum sveitarfélagsins.
„Það er okkur mikilvægt að tryggja áreiðanlega og skilvirka vetrarþjónustu fyrir íbúa og fyrirtæki í Ölfusi,“ segir bæjarstjóri. „Með samningnum við Fólkvang ehf. styrkjum við viðbragðsgetu okkar og tryggjum að snjómokstur og hálkuvarnir séu í traustum höndum.“
Fólkvangur ehf. mun annast mokstur og hálkuvarnir á öllum helstu götum og við stofnanir sveitarfélagsins, þar á meðal skóla-, íþrótta- og þjónustuhúsnæði. Samningurinn felur einnig í sér reglubundið eftirlit með aðstæðum yfir vetrartímann.
Sveitarfélagið Ölfus hlakkar til góðs samstarfs við Fólkvang ehf. og væntir þess að samningurinn skili íbúum öruggari og greiðfærari vetrarumferð.
Allar ábendingar eiga að sendast á Davíð Halldórsson david@olfus.is