Fríríkið Þorpið

Fiskvinnslan
Fiskvinnslan
Nú stendur yfir sérlega spennandi vika í grunnskólastarfinu hér í Þorlákhsöfn.

Nú stendur yfir sérlega spennandi vika í grunnskólastarfinu hér í Þorlákhsöfn.  Hefðbundin kennsla hefur verið lögð til hliðar en í staðinn hafa nemendur valið vinnustað þar sem þeir starfa í þessari viku. Fyrir vinnu sína fá þeir greidd laun en útborgunardagur og uppskeruhátíð er á föstudaginn þegar foreldrum er boðið að njóta þjónustu í fríríkinu Þorpinu eins og þetta samfélag heitir.

Í Þorpinu er sérstakur gjaldmiðill, "þollari" og þarna verður hægt að kaupa bakkelsi í bakaríinu, fara í bankann, lesa Hafnarpóstinn, kynna sér starfsemi leikfélagsins og þannig mætti lengi telja.

Sjón er sögu ríkari. Hér eru nokkrar myndir sem teknar hafa verið á tveimur fyrstu dögum verkefnisins:

https://www.facebook.com/media/set/?set=a.10151584293958749.1073741827.136961043748&type=1&uploaded=10

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?