Frumsýning nálgast, en frestast til 21. október

Rummungur ræningi
Rummungur ræningi

Frumasýningardagurinn stóri nálgast óðum, en vegna óviðráðanlegra orsaka þarf að fresta frumsýningunni á leikverkinu Rummungur ræningi, til 21. október.

Frumasýningardagurinn stóri nálgast óðum, en vegna óviðráðanlegra orsaka  þarf að fresta frumsýningunni á leikverkinu Rummungur ræningi, til 21. október. 

Það er Leikfélag Ölfuss sem stendur enn og aftur fyrir metnaðarfullri leiksýningu, íbúum og gestum Ölfuss til mikillar ánægju. Í þetta skipti hefur leikfélagið verið að æfa fjölskylduleikritið Rumungur ræningi og verða sýningar í okbóber og nóvember.

Til stóð að frumsýna leikverkið 13. október og vera með aðra sýningu 14. október, en eins og fyrr segir, detta þessar sýningar niður og frumsýning verður í staðinn sunnudaginn 21. október. Næstu sýningar á eftir verða síðan á laugardag og sunnudag helgina eftir.

Þeir sem áttu pantaða miða á sýningarnar sem frestast eru vinsamlegast beðnir um að setja sig í samband við Þrúði Sigurðardóttur í síma 664-6454, en hún sér um miðapantanir.

Leikfélag Ölfuss biðst velvirðingar á þessum breytingum, en hlakkar til að taka á móti gestum á sýningar sínar.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?