Frumsýningu frestað vegna veikinda leikenda

Leikfélagið
Leikfélagið

Vegna veikinda verður frumsýningu á leikverkinu Stútungasaga frestað til næstkomandi þriðjudags.

Leikfélag Ölfuss mun frumsýna leikverkið Stútungasögu næstkomandi þriðjudag. Hér fyrir neðan fylgir tilkynning frá Leikfélaginu.

Leikfélag Ölfuss hugðist frumsýna gaman- og stríðsleikinn Stútungasögu eftir Ármann Guðmundsson, Hjördísi Hjartardóttur, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason næstkomandi laugardagskvöld eða þann 23. október. Meðlimir leikhópsins hafa hins vegar verið að falla einn af öðrum af umgangspest og er nú svo komið að við verðum að fresta frumsýningunni til þriðjudagsins 26. október vegna þessa. Aðrar auglýstar sýningar eftir það standa.

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?