Fyrsti áfangi hafnarframkvæmda að hefjast

Samningur vegna stækkunar hafnar
Samningur vegna stækkunar hafnar

Í morgun var samningur um fyrsta áfanga hafnarframkvæmda í Þorlákshöfn undirritaður.

Í morgun var samningur um fyrsta áfanga hafnarframkvæmda í Þorlákshöfn undirritaður, en unnið hefur verið að því síðasta árið að fá fjármögnun í löngu tímabært viðhald hafnarinnar auk dýpkunar og endurbóta sem mæta kröfum vegna stærri skipa og eftirspurnar um fjölbreyttari nýtingu hafnarinnar síðustu árin.

Í þessum fyrsta áfanga sem unnin verður af Björgun, verður um 80.000 rúmmetrar af efni fjarlægt úr höfninni.  Kostnaðurinn við framkvæmdina eru rúmar 120 milljónir króna.

Samningurinn var undirritaður af Jóhanni Þ. Sigurðssyni fyrir hönd Vegagerðarinnar,  Jóhanni Garðari Jóhannssyni fyrir hönd Björgunar, Hirti Jónssyni, hafnarstjóra og Sveini Steinarssyni fyrir hönd bæjarstjórnar Ölfuss. Framkvæmdir munu hefjast eftir Verslunarmannahelgi.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?