Fyrstu tónleikar haustsins vöktu mikla lukku

Jussanam da Silva með tónleika í Þorlákshöfn
Jussanam da Silva með tónleika í Þorlákshöfn

Fyrstu tónleikar haustsins verða í kvöld, þar sem brasilíska jasssöngkonan Jussanam da Silva flytur ýmsar tónlistarperlur ásamt píanoleikaranum Agnari Má Magnússyni

Síðastliðið miðvikudagskvöld mætti til Þorlákshafnar brasilíska jasssöngkonan Jussanam da Silva og píanóleikarinn Agnar Már Magnússon, en þau eru á tónleikaferðalagi um norðurlöndin og hófu ferðalagið með tónleikum á Íslandi.  Á tónleikunum fluttu þau fjölda bossanova laga, en það er seiðandi brasilískur jass, í bland við íslensk lög, m.a. eftir Jón Múla Árnason og lag sem Páll Óskar Hjálmtýsson gerði frægt.

Tónleikarnir voru sérlega vel heppnaðir og héldu tónleikagestir alsælir og endurnærðir út í nóttina eftir tónleikana. Þeir sem misstu af tónleikunum geta andað rólega því þau Agnar og Jussanam verða með tónleika með sömu efnisskránni í í Tónlistarskóla Árnesinga næstkomandi laugardag.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?