Garðlönd fyrir íbúa tilbúin

Nú geta íbúar Þorlákshafnar leigt garðlönd til ræktunar í sumar

Nú eru ný garðlönd fyrir íbúa Þorlákshafnar tilbúin. Þau eru staðsett sunnan við Finnsbúð/norðan við íþróttavellina. Þangað er stutt að fara fyrir íbúa og aðgengi að vatni gott. Hver garður verður um 25 m2 og leigan fyrir sumarið 4000 kr.

Þetta fyrsta sumar verður boðið upp á 10 garðlönd (fyrstir panta fyrstir fá) og ef móttökurnar verða góðar er möguleiki á að svæðið verði stækkað næsta sumar.

Hægt er að sækja um garðland með því að senda póst á sunna@olfus.is eða hringja í síma 8993695.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?