Glæsileg dagskrá á Hamingjunni við hafið helgina 7.-10. ágúst

Ef þú býður uppá viðburð er tilvalið að hafa samband við sigurgeirskafta@gmail.com
Ef þú býður uppá viðburð er tilvalið að hafa samband við sigurgeirskafta@gmail.com

Bæjarhátíðin, Hamingjan við hafið 2025 verður haldin 7.-10. ágúst í Þorlákshöfn.

Dagskráin er fjölbreytt að vanda og fyrir alla aldurshópa og allir viðburðir á vegum Sveitarfélagsins Ölfuss eru gjaldfrjálsir og aðgengilegir fyrir alla. Í ár verður boðið uppá sannkallaða tónlistarveislu í bland við aðra afþreyingu. 

Fimmtudaginn 7. ágúst stendur Ferðamálafélag Ölfuss fyrir gönguferð. Einnig verður hið árlega dansiball og grill á Níunni. Um kvöldið bjóða Guðlaug og Róbert Dan uppá tónleika í garðinum sínum.

Föstudaginn 8. ágúst verður hin árlega litaskrúðganga hverfanna með Lúðrasveit Þorlákshafnar í fararbroddi sem endar í Skrúðgarðinum. Kvöldvaka verður í hátíðartjaldinu þar sem m.a. Emilía Hugrún, VÆB, Herra Hnetusmjör og KK koma fram. Síðan er ball með Babies-flokknum.

Laugardaginn 9. ágúst verður boðið upp á fjölskyldudagskrá í Skrúðgarðinum þar sem íþróttaálfurinn, Elsa og Anna úr Frost, trúðurinn Wally og Emmsjé Gauti koma fram. Hinn sívinsæli veltibíll og loftbolti verða á svæðinu. Einnig verða markaðir og matarvagnar.

Á laugardagskvöldinu verða stórtónleikar í tjaldinu þar sem fram koma landsfrægir tónlistarmenn en þar má nefna Siggu og Grétar, Jón Jónsson, Aron Can og GDRN. Að tónleikum loknum verður flugeldasýning sem Björgunarsveitin Mannbjörg hefur veg og vanda að. Síðan verður hið rómaða Hamingjuball í tjaldinu þar sem Helgi Björns, Matti Matt og Unnur Birna ásamt hljómsveit halda fólkinu á dansgólfinu.

Dagskráin er enn í mótun og verður aðgengileg á netinu og á plakötum víða.

Fylgist með á Facebook-síðunni Hamingjan við hafið til að fá frekari upplýsingar.

Sjáumst öll í Hamingjunni 7.-10. ágúst.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?