Glæsilegar móttökur á bryggjunni

Húni II
Húni II
Íbúar Ölfuss og gestir fjölmenntu á bryggjuna til að taka á móti áhöfn Húna II þegar báturinn kom til Þorlákshafnar rétt fyrir klukkan fimm í dag

Íbúar Ölfuss og gestir fjölmenntu á bryggjuna til að taka á móti áhöfn Húna II þegar báturinn kom til Þorlákshafnar rétt fyrir klukkan fimm í dag.  Yngstu börnin héldu á spjöldum sem starfsfólk í vinnuskóla bjó til. Lúðrasveit Þorlákshafnar flutti nokkur lög, þar á meðal lag Jónasar Sigurðssonar "Hamingjan er hér" og nokkur hugrökk ungmenni stukku í sjóinn af eintómri hamingju.

Í kvöld klukkan 20:00 verða síðan haldnir tónleikar þar sem áhöfnin kemur fram í bátnum, en einnig kemur fram tónlistarhópur eldri borgara í Ölfusi, Tónar og Trix, sem syngjur með Mugison í einu lagi.

Von er á fjölda gesta, en það er björgunarsveitin sem hefur undirbúið tónleikana og fær allan ágóða af þeim. Aðgangseyrir er 1.500 krónur fyrir 12 ára og eldri.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?