Glæsilegt Unglingalandsmót UMFÍ að baki

Unglingalandsmót UMFÍ var haldið hér í Þorlákshöfn dagana 3.-5. ágúst.
Rigning og rok var á föstudeginum en svo tók við rjómablíða á laugardeginum og sunnudeginum. Keppt var í ýmsum greinum s.s. fótbolta, strandblaki, kökuskreytingum, stafsetningu, bogfimi, sandkastalagerð o.fl.
Það voru rúmlega 1300 keppendur  á aldrinum 11 – 18 ára sem tóku þátt en um 8000 manns voru í bænum á meðan mótinu stóð.
Á mótssetningu Unglingalandsmótsins kom fram barnakór undir handleiðslu Ásu Berglindar Hjálmarsdóttur og Tómasar Jónssonar og danshópur úr Grunnskólanum í Þorlákshöfn sem dansaði m.a. körfuboltadans.
Ýmis afþreying var í boði fyrir bæði keppendur og aðra gesti mótsins sem og kvöldvökur öll kvöldin sem voru vel sóttar. Mótinu var síðan slitið með glæsilegri flugeldasýningu.
Mótið gekk vel í alla staði og var fólkinu sem vann við mótið mikið hrósað sem og hvað bærinn væri snyrtilegur og fallegur.
Sveitarfélagið vill þakka öllum þeim sem tóku þátt í að gera mótið svona frábært því án ykkar hefði þetta ekki verið hægt.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?