Gleðilegt sumar

Bæjarstjórn og starfsfólk Sveitarfélagsins Ölfuss óskar íbúum og landsmönnum öllum gleðilegs sumars með þökk fyrir minnistæðan og öðruvísi vetur.

Sumardagurinn fyrsti, einnig kallaður Yngismeyjardagur, er fyrsti dagur Hörpu, sem er fyrstur af sex sumarmánuðum í gamla norræna tímatalinu. Sumardaginn fyrsta ber alltaf upp á fimmtudag á tímabilinu frá 19.-25. apríl.  Sumardagurinn fyrsti var lengi messudagur eða til 1744.

Íslensk þjóðtrú segir að ef sumar og vetur frjósi saman boði það gott sumar, en með því er átt við að hiti fari niður fyrir frostmark aðfararnótt sumardagsins fyrsta.

Í ár fögnum við sumri með breyttu sniði líkt og í fyrra og eru allir hvattir til þess að hlúa vel að sjálfum sér og öðrum á þessum óvenjulegu tímum.

Íbúar eru hvattir til þess að flagga í tilefni dagsins.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?