Glerlistanámskeið fyrir börn

Dagný leiðbeinir börnum á glernámskeiði
Dagný leiðbeinir börnum á glernámskeiði

Efnt verður til glerlistanámskeiða fyrir börn á vinnustofunni Hendur í höfn. Lista- og menningarsjóður Ölfuss styrkir verkefnið.

Dagný Magnúsdóttir, glerlistakona efnir til námskeiða fyrir börn og unglinga í janúar. Dagný rekur glervinnustofuna Hendur í höfn og var með námskeið síðasta sumar sem voru einstaklega vel sótt. Nú hefur hún ákveðið að fara aftur af stað með námskeið og fékk styrk úr Lista- og menningarsjóði Ölfuss til að greiða niður námskeiðsgjaldið, en efniskostnaður er mikill á hverju námskeiði.

Námskeiðin verða einu sinni í viku í sex vikur og hefjast miðvikud. 19 jan. og fimmtud. 20.janúar og er að verða fullt á þessi námskeið. Næstu námskeið hefjast síðan í mars og verða fyrir 13-15 ára ungmenni á miðvikudögum frá kl. 17 og fyrir 8-12 ára börn á fimmtudögum frá kl. 17.
Helstu markmið námskeiðsins er að börnin fræðist um sögu glersins, læri að umgangast gler og verkfæri, að nota umhverfið sem hugmyndakveikju að formi og litum og læri sjálfstæð og vönduð vinnubrög.
Námskeiðsgjald er  12.000 kr. og fer skráning fram í síma 848-3389

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?