Góð byrjun á fjölmenningarviku

Við Strandarkirkju
Við Strandarkirkju

Sunnudaginn 27. febrúar hófst fjölmenningarvikan með rútuferð um nágrenni Þorlákshafnar. Ferðinni lauk á Bæjarbókasafni Ölfuss þar sem opnuð var ný sýning í Gallerí undir stiganum.

Fjölmenningarvikan hófst með rútuferð um nágrenni Þorlákshafnar og opnun nýrrar sýningar í Gallerí undir stiganum í kjölfarið. Nokkuð var blautt og vindur þegar lagt var af stað en síðan styttu upp og þegar ferðalangar komu upp úr Raufarhólshellir var komið hið allra best veður. Þetta var skemmtileg ferð og ánægjulegt hve margir nýttu tækifærið og tóku þátt.

Ný sýning var opnuð í sýningarrými Bæjarbókasafns Ölfuss. Það eru þeir Laimonas og Amilcar sem sýna ljósmyndir, málverk og keramik. Sýningin er opin út marsmánuð á opnunartíma bókasafnsins.

Á morgun heldur dagskrá vikunnar áfram með ungbarnamorgni á bókasafninu og handavinnukvöldi í Hendur í Höfn, Unubakka 10-12. Íbúar eru hvattir til að taka þátt.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?