Góðir gestir í heimsókn á bókasafnadeginum

Bók gefin á bókasafnadaginn
Bók gefin á bókasafnadaginn

Undanfarin ár hafa bókasöfn landsins haldið upp á bókasafnadaginn á degi læsis, en hann er einmitt í dag, 8. september.

Undanfarin ár hafa bókasöfn landsins haldið upp á bókasafnadaginn á degi læsis, en hann er einmitt í dag, 8. september.

Af tilefni dagsins ákváðu Ibby samtökin, sem hafa það að markmiði að efla lestur meðal barna, að færa öllum sex ára börnum á landinu bók að gjöf. Bókin sem um ræðir ber heitið Nesti og nýir skór, en í henni má finna úrval ljóða, mynda og sagna sem margar hverjar hafa fylgt nokkrum kynslóðum Íslendinga.

Bæjarbókasafn Ölfuss tók á móti börnum úr fyrsta bekk úr Grunnskólanum í Þorlákshöfn og fengu þau bókina góðu að gjöf eftir að hafa hlustað á upplestur úr henni. Lesinn var stuttur texti eftir Guðrúnu Helgadóttur, en hún stóð upp úr í vali starfsmanna bókasafna á uppáhalds kvenrithöfundum. Starfsfólk bókasafna hefur síðustu vikur fengið að velja uppáhalds kvenrithöfunda sína og er hægt að skoða lista yfir þá rithöfunda sem valdir voru á bókasafninu, en sem fyrr segir hlaut Guðrún Helgadóttir flestar tilnefningar.

Meðfylgjandi myndir voru teknar eftir heimsókn fyrsta bekkjar á bókasafnið.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?