Góður árangur í körfuknattleik

Hamar/Þór varð bikarmeistari í unglingaflokki karla í körfuknattleik eftir sigur á Njarðvík 61 – 60. Leikurinn var jafn og spennandi allan leikinn og var sigurinn því sætur.

Oddur Ólafsson var útnefndur maður leiksins með 18 stig, 4 stoðsendingar og 4 stolna bolta en næstur honum var Páll Helgason með 12 stig og 6 fráköst. Þeir Ragnar, Baldur Þór og Bjarni Rúnar áttu einnig fínar rispur í liði Hamars/Þórs. Drengjaflokkur Hamars/Þórs varð að sætta sig við 2. sætið eftir hörku viðureign við sameiginlegt lið Snæfells og Skallagríms. Lokatölur voru 78 – 80 Snæfell/Skallagrím í vil. Hjalti Valur Þorsteinsson var með 22 stig, Oddur Ólafsson með 18 stig og Þorsteinn Már Ragnarsson með 16 stig. Þriðja lið Þórs/Hamars í úrslitum bikarkeppninnar var 9. flokkur drengja. Þeir komu öllum á óvart með sínum leik en þeir töpuðu naumlega fyrir KR 62 – 63 og 2. sætið staðreynd. Erlendur Ágúst Stefánsson var stigahæsti leikmaðurinn með 21 stig, Halldór Garðar Hermannsson var með 18 stig. Sighvatur Bjarkason átti einnig góðan leik en hann tók 11.fráköst. Ítarlegri umfjöllun má sjá á heimasíðu www.kki.is

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?