Góður árangur í niðurdælingu

Hellisheidarvirkjun
Hellisheidarvirkjun

Borun niðurrennslishola hefur gengið prýðilega síðustu vikur.  Bor frá Jarðborunum hefur verið nýttur til verksins.

Rekstur jarðgufuvirkjunar Orkuveitu Reykjavíkur á Hellisheiði kallar á að vatni frá virkjuninni sé skilað ofan í jarðlögin aftur, niður fyrir grunnvatn. Í því skyni eru boraðar holur og leitast bormenn við að finna sprungur í jarðlögunum sem taka á móti sem mestu vatni. Þegar góðar og víðar sprungur finnast taka þær á móti gríðarlegu magni. Vatnið virkar þá eins og smurning og dregur þá úr viðnámi í berginu sem fer þá á hreyfingu með tilheyrandi skjálftum.
Borun niðurrennslishola hefur gengið prýðilega síðustu vikur. Bor frá Jarðborununum hefur verið nýttur til verksins. Holurnar eru boraðar rétt norður af Hellisheiðarvirkjun ekki langt frá þar sem skíðaskáli Vals stóð. Upptök jarðskjálftanna, sem flestir eru veikari en 1 stig á Richterskvarða, eru undir Húsmúla við fjölfarna gönguleið milli Hellisheiðarvirkjunar og Nesjavalla.
Íslenskar orkurannsóknir, ÍSOR, hafa komið fyrir fimm nýjum jarðskjálftamælum á svæðinu og nýtast þeir til að fá sem allra gleggsta mynd af legu jarðlaga og sprungna á svæðinu.

Heimild:  http://www.or.is/UmOR/Fjolmidlatorg/Frettir/Lesafrett/2143

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?