Góður árangur Ölfuss í Útsvari

Lið Ölfuss í Útsvari 2015-2016
Lið Ölfuss í Útsvari 2015-2016

Það hefur veirð sérlega gaman að fylgjast með góðu gengi liðs Ölfuss í Útsvari, spurningakeppni RÚV, en þar tryggði liðið sér sæti í átta liða úrslitum eftir spennandi viðureign síðasta föstudagskvöld.

Það hefur veirð sérlega gaman að fylgjast með góðu gengi liðs Ölfuss í Útsvari, spurningakeppni RÚV, en þar tryggði liðið sér sæti í átta liða úrslitum eftir spennandi viðureign síðasta föstudagskvöld.

Þau Ágústa Ragnarsdóttir, Árný Leifsdóttir og Hannes Stefánsson sem skipa liðið, hafa hist reglulega til að undirbúa sig undir viðureignina og lá mjög vel á þeim fyrir keppni. Þau öttu kappi við Kópavogsbæ og skiptust liðin á að vera með fleiri stig.  Keppnin var skemmtileg, enda ekki von á öðru þegar þetta fólk er annarsvegar og eftir sérlega góðan endasprett sigraði lið Ölfuss með 77 stig á móti 54 stigum Kópavogsbæjar.

Við erum stolt af liðinu okkar og hlökkum til að fylgjast með næstu viðureign.
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?