Göngum í skólann - hefst 7.september

Nú styttist í skólar landsins hefji göngu sína að nýju eftir sumarleyfi. Það sama á við um verkefnið Göngum í skólann www.gongumiskolann en það verður sett í sextánda sinn miðvikudaginn 7. september næstkomandi og lýkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 5. október (www.iwalktoschool.org). Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.

Á hverju ári taka milljónir barna í yfir 40 löndum víðs vegar um heiminn þátt í Göngum í skólann með einum eða öðrum hætti. Hér á landi hefur þátttakan vaxið jafnt og þétt og fyrsta árið voru þátttökuskólarnir 26 en alls 78 skólar skráðu sig til leiks árið 2021.

Á heimasíðu Göngum í skólann www.gongumiskolann.is eru allar nánari upplýsingar um verkefnið en þar má m.a. finna skemmtilegar útfærslur nokkurra skóla á Íslandi á verkefninu. Einnig er hægt að hafa samband við Lindu Laufdal verkefnastjóra linda@isi.is eða í síma 514-4016.


Á vef samgöngustofu má finna frábær myndbönd um umferðaröryggi https://www.umferd.is/nemendur/5-7-bekkur/leikir/myndbond

Sveitarfélagið Ölfus hvetur starfsfólk og nemendur í sveitarfélaginu til að taka þátt í verkefninu.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?