Grannaslagur í Útsvari á föstudaginn

Lið Ölfuss í Útsvari 2015-2016
Lið Ölfuss í Útsvari 2015-2016
Það er von á spennandi viðureign í spurningaþættinum Útsvari föstudaginn 8. apríl.  Þá mætir lið Ölfuss, sem skipað er þeim Árnýju Leifsdóttur, Hannesi Stefánssyni og Ágústu Ragnarsdóttur, liði Árborgar í átta liða úrslitum.

Það er von á spennandi viðureign í spurningaþættinum Útsvari föstudaginn 8. apríl.  Þá mætir lið Ölfuss, sem skipað er þeim Árnýju Leifsdóttur, Hannesi Stefánssyni og Ágústu Ragnarsdóttur, liði Árborgar í átta liða úrslitum.

Það er yfirleitt mikil stemning í sjónvarpssal og geta allir sem hafa áhuga mætt í útsendingu til að fylgjast með og hvetja liðið áfram. Útsending hefst klukkan 20:00. Þeir sem ætla að mæta í sjónvarpssal þurfa að mæta í Efstaleiti 1, kl. 19:30 og bíða við svokallað Markúsartorg.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?