Grindvíkingar hafa sama aðgengi að þjónustu Sveitarfélagsins Ölfuss og íbúar með lögheimili þar

Á síðasta fundi fjölskyldu- og fræðslunefndar Ölfuss fjallaði nefndin um hvernig Sveitarfélagið Ölfus gæti sem best stutt við Grindvíkinga á þessum umbrotartímum sem þar eru.

Nefndin samþykkti að leita leiða til þess að Grindavíkingar hafi sama sama aðgengi að ákveðinni þjónustu sveitarfélagsins og íbúar með lögheimili í Ölfusi. Þar með var vikið frá reglum sveitarfélagsins um félagslegt leiguhúsnæði til 1. mars 2024 þannig að þeir sem eru 67 ára og eldri og hafa lögheimili í Grindavík sé nú heimilt að sækja um leiguíbúðir sem ætlaðar eru þeirra aldurshópi.

Þá var einnig veitt undanþága á lögum um leikskóla nr. 90/2008 og grunnskóla nr. 91/2008. Leik- og grunnskólar í Sveitarfélaginu Ölfusi bjóða þar með börn á leik- og grunnskólaaldri frá Grindavík velkomin í skólana.

Hugur okkar allra er hjá Grindvíkingum og mikilvægt að við leitum allra leiða til að auðvelda þeim að fóta sig í nýjum samfélögum.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?