Grunnskólinn í Þorlákshöfn hlýtur viðurkenningu í Ólympíuhlaupi ÍSÍ

Með hlaupinu er leitast við að hvetja nemendur í grunnskólum landsins til þess að hreyfa sig reglule…
Með hlaupinu er leitast við að hvetja nemendur í grunnskólum landsins til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan.

Grunnskólinn í Þorlákshöfn er meðal þeirra þriggja skóla sem voru dregnir út og hlutu verðlaun í tengslum við Ólympíuhlaup ÍSÍ 2025. Skólinn tók virkan þátt í hlaupinu sem fram fór í september og skilaði inn niðurstöðum fyrir tilskilinn frest.

Ólympíuhlaup ÍSÍ er árlegt verkefni sem hvetur nemendur grunnskóla til aukinnar hreyfingar og heilbrigðs lífsstíls. Í ár tóku 83 grunnskólar þátt og samtals hlupu 20.540 nemendur yfir 81.713 kílómetra – sem samsvarar tæplega 62 hringjum í kringum Ísland!

Grunnskólinn í Þorlákshöfn var dreginn út ásamt Skarðshlíðarskóla og Húnaskóla og hlýtur 150.000 kr. inneign hjá Altis, sem selur íþróttavörur sem nýtast nemendum á skólalóð og í íþróttahúsum.

Skólinn er stoltur af þátttöku nemenda og kennara og þakkar ÍSÍ og samstarfsaðilum hlaupsins – Mjólkursamsölunni og Íþrótta- og heilsufræðingafélagi Íslands – fyrir stuðninginn.

Til hamingju nemendur og starfsfólk Grunnskólans í Þorlákshöfn!

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?