Guðmundur Brynjar Þorsteinsson sýnir íslenska hella í Galleríinu undir stiganum

Mynd af Guðmundi Brynjari Þorsteinssyni
Mynd af Guðmundi Brynjari Þorsteinssyni

Guðmundur Brynjar Þorsteinsson sýnir íslenska hella í Galleríinu undir stiganum í febrúar, Guðmundur Brynjar hefur uppgötvað nýja hella og tekið ógrynni af ljósmyndum, myndir hans hafa birst víða um heim og eru fáir sem þekkja íslenska hella betur.

Opnun sýningarinnar er 2. febrúar kl. 17:00 og hvetjum við alla áhugasama til að mæta. Bibbi, eins og hann er kallaður, ætlar að segja frá hellamennsku og hellum í nágrenninu auk þess að svara spurningum gesta.

Sýningin stendur til 28. febrúar og er opin á opnunartíma bókasafnsins.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?