Hætt við þrettándabrennu

Ákveðið hefur verið að hætta við blysför, brennu og flugeldasýningu af tilefni síðasta degi jóla.

Ákveðið hefur verið að hætta við blysför, brennu og flugeldasýningu sem vera átti í dag af tilefni þrettándans.

Samkvæmt Veðurstofu Íslands er spáð vaxandi suðaustanátt síðdegis með slyddu og 18-23 m/sek í kvöld og rigningu.

Íbúar eru hvattir til að eiga notalega samverustund og þá sérstaklega með börnunum og kveðja jólin með kertaljósi og kósíheitum.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?