Hafnardagar nálgast

Picture-132
Picture-132
Heilmikil hátíð á 60 ára afmæli Þorlákshafnar
Boðið verður upp á margvíslega dagskrá frá og með næstkomandi mánudag. Hægt er að skoða dagskrána hér á viðburðadagatali og á vefnum:  
 

Þá er á allflestum vígstöðvum verið að undirbúa Hafnardaga sem hefjast í næstu viku. Búið er að móta heilmikla dagskrá, enda verður hátíðin veglegri en áður þar sem haldið er upp á 60 ára afmæli Þorlákshafnar.

Á mánudaginn kl. 10 hefst útsending í Útvarpi Hafnardagar. Jóhannes Brynleifsson og Magnþóra Kristjánsdóttir munu hafa yfirumsjón með útvarpinu en allir sem hafa áhuga á að vera með þætti eða koma að útvarpinu á einhvern hátt geta fengið nafn sitt skráð í vaktaplanið.  Haldið var námskeið fyrir nokkru til að kenna á tækin og viðtalstækni. Í kjölfarið hafa nokkrir einstaklingar unnið að því að vinna viðtöl og þætti sem sendir verða í út í næstu viku. Tíðni útvarpsins verður líkt og í fyrra FM 106,1 en að þessu sinni verður stúdíóið staðsett í Unubakka 11.

Sama dag, eða mánudaginn 30. mars verður síðan haldið kóramót í Þorlákskirkju, þar sem allir kórar sem starfræktir eru í Þorlákshöfn taka þátt. Það á vel við á afmælishátíð að efna til slíks móts, því allt frá upphafi þéttbýlis og jafnvel lengur hefur verið rík tónlistarhefð í Þorlákshöfn. Íbúar hafa löngum komið saman og sungið og komið fram við hátíðleg tækifæri. Margir hafa einnig spilað á hljóðfæri og ófáar hljómsveitir hafa verið starfræktar í gegnum árin í Þorlákshöfn. Við megum þakka því tónlistarfólki, bæði lærðu og leiku sem hér hefur búið og hvatt íbúa bæði stóra og smáa til tónlistariðkunar.  

Setning afmælishátíðar og Hafnardaga verður síðan miðvikudaginn 1. júní á ráðhústorgi. Þá mun formaður menningarnefndar einnig afhenda menningarverðlaun Ölfuss 2011, rifjaðir verða upp eldri tímar og upphaf þéttbýlis í Þorlákshöfn og að sjálfsögðu boðið upp á afmælistertu.

Hér er bara fátt nefnt en margt er ónefnt. Dagskráin verður sett inn á vef Ölfuss í dag,  g síðan verður henni dreift í hús með Bæjarlífi í næstu viku.

Endilega bendið vinum og ættingjum nær og fjær á að njóta sjómannadagshelgarinnar í Þorlákshöfn - því við verðum hér til að skemmta okkur og öðrum.

Með hátíðarkveðju,

Barbara Guðnadóttir,
menningarfulltrúi

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?