Hafnardagar, skemmtun, útvarp og gleði

hafnardagar1
hafnardagar1

Þá eru Hafnardagar, bæjarhátíð Þorlákshafnar rétt í þann mund af hefjast. Útvarpið komið í loftið, byrjað að skreyta og fyrstu sundlaugarpartýið yfirstaðið.

Þá eru Hafnardagar, bæjarhátíð Þorlákshafnar svo til hafnir.  Hverfin eru byrjuð að skreyta í sínum litum, ungmennin búin að njóta sín í sundlaugarpartýi og allir fánar komnir upp.  Í kvöld verður sundlaugarpartý fyrir börn á aldrinum 10-13 ára. Óskað er eftir aðstoð foreldra barna á þessum aldri til að aðstoða við gæslu. Best að hafa samband við Barböru, menningarfulltrúa í síma 8636390 eða um netfangið barbara@olfus.is

Í dag hefst síðan útsending Útvarps Hafnardaga, en það ætti að koma þeim sem ekki hafa látið smitast af spenningi barnanna, litunum og gleðinni sem liggur í loftinu, í réttu stemninguna.  Hægt verður að hlusta á útvarpið á FM 106,1 eða á netinu.

Formleg setning hátíðarinnar verður fimmtudaginn 30. maí, en þá verður einnig opnuð sumarsýning Byggðasafns Ölfuss og veitt menningarverðlaun.  Dagskráin framundan er fjölbreytt og skemmtileg sem endranær þar sem finna má eitthvað fyrir alla aldurshópa og þó mest lagt upp úr því að mismunandi aldurshópar skemmti sér saman.  Líkt og síðustu ár verða íbúar hverfa virkjaðir með hverfastjórum eða hverfaráðum og allir hvattir til að hjálpast að við að skreyta eftir hverfalitum, skipuleggja hverfagrill, sameinast í skrúðgöngu og jafnvel undirbúa skemmtiatriði.  Meðal þess sem boðið verður upp á eru sýningar, tónleikar, skrúðganga, kraftakeppni, skemmtisigling, markaður, leiksýning, sápufótbolti, kappróður, koddaslagur og margt fleira.

Allir eru hvattir til að taka þátt og vera með, ganga snyrtilega um, gleðjast og njóta þess að eiga góðar stundir með góðu fólki.

Dagskrá hátíðarinnar er hægt að skoða á vefsíðunni  eða á fésbókarsíðunni Hafnardagar í Þorlákshöfn

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?