Haldið upp á bókasafnsdaginn um allt land

Norræna bókasafnavikan árið 2004
Norræna bókasafnavikan árið 2004
Vel tekið á móti gestum á Bæjarbókasafni Ölfuss í dag eins og aðra daga, en þó verður gerður dagamunur af tilefni bókasafnsdagsins.

Upplýsing, félag bókasafns- og upplýsingafræða, í samstarfi við bókasöfn á Íslandi heldur Bókasafnsdag, fimmtudaginn 14. apríl 
Tilgangur dagsins er að vekja athygli á mikilvægi bókasafna fyrir þjóðfélagið. Bókasöfn gegna mikilvægu hlutverki sem miðstöð fræðslu og þekkingar, fyrir framboð á tón- og myndlistarefni, yndislestri og afþreyingu, fyrir aðstoð við upplýsingaöflun og gagnaleitir. Bókasöfn eru auk þess samkomuhús, menningarmiðstöðvar og góður staður til að vera á. Bókasöfn eru heilsulind hugans.  

Á Bæjarbókasafni Ölfuss eru gestir hvattir til að velja uppáhaldsbók sína, en einnig geta gestir leikið sér að því að skoða lista yfir 100 bestu íslensku bækurnar sem tekinn var saman af tilefni dagsins. Hægt er að skoða lista með bókunum og merkja við hvað lesið hefur verið og  jafnvel velja aðrar til að taka með heim. 

Allir gestir fá fallegt bókamerki merkt deginum, geta tekið þátt í orðaleik og fengið sér kaffisopa..

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?