Haldið upp á dag leikskólans í síðustu viku

Dagur leikskólans í Bergheimum 2012
Dagur leikskólans í Bergheimum 2012
Kátt var á hjalla í leikskólanum Bergheimum þegar haldið var upp á Dag Leikskólans

Á degi leikskólans sem var mándudaginn 6. febrúar, var haldið upp á daginn í leikskólanum Bergheimum með því að hittast í sal leikskólans kl.10 og syngja nokkur lög. Í kjölfarið var boðið upp á upprúllaðar pönnukökur. Ólafur Örn  Ólafsson bæjarstjóri kom í heimsókn og Dagný Erlendsdóttir leikskólastjóri afhenti honum veggspjald til að minna á leikskólann og það frábæra starf sem unnið er í leikskólum landsins.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?