Verið velkomin á Hamingjuna við hafið
Gleðilega Hamingjudaga
Við bjóðum alla velkomna í Þorlákshöfn á glæsilega dagskrá Hamingjunnar við hafið. Alla dagana verður líf og fjör og viðburðir fyrir alla fjölskylduna. Bæjarbúar taka virkan þátt í hátíðinni með því að skreyta sitt hverfi og sinn garð og verða verðlaun veitt fyrir best skreytta húsið í bænum og dreifbýli. Framboð menningarviðburða hefur aukist ár frá ári jafnt og gestafjöldi. Áhersla í ár er lögð á uppákomur frá fimmtudegi til sunnudags þótt hápunktur hátíðarinnar sé á laugardeginum. Enn eru að bætast við viðburðir sem verða kynntir jafnóðum.
Veg og vanda að dagskránni í ár á Sigurgeir Skafti Flosason viðburðastjóri sigurgeirskafti@gmail.com
Hér má sjá tímasetta dagskrá:
