Hátíðleg dagskrá í Þorlákshöfn á þjóðhátíðardaginn

Dagskrá á 17. júní
Dagskrá á 17. júní
Skipulag á þjóðhátíðardaginn var í höndum körfuknattleiksdeildar og frjálsíþróttadeildar Þórs.

Skipulag á þjóðhátíðardaginn var í höndum körfuknattleiksdeildar og frjálsíþróttadeildar Þórs. Hátíðin hófst með skemmtikeppni á frjálsíþróttaleikvangi. þar sem keppt var í langstökki, stígvélakasti og pokahlaupi. Í lokin fóru allir, bæði stórir og smáir í brennó og skemmmtu sér mjög vel.

Lúðrasveit Þorlákshafnar fór fyrir skrúðgöngu sem endaði í íþróttahúsinu þar sem efnt var til hátíðardagskrár. Þar sá Sigþrúður Harðardóttir um kynningu dagskrár, Sveinn Steinarsson, bæjarfulltrúi flutti ávarp, Edda Laufey Pálsdóttir flutti hátíðarræðu, Sigurrós Helga Ólafsdóttir, formaður Kvenfélags Þorlákshafnar var glæsileg fjallkona, Anna Margrét Káradóttir og Ómar Berg Rúnarsson skemmtu með tónlistarflutningi og í lokin var boðið upp á stórglæsilegt dansatriði.

Þrátt fyrir mikla rigningu seinnipartinn, var hátíðarbragur yfir öllu og fjöldi fólks mætti í kaffihlaðborð í ráðhúsinu.

Meðfylgjandi myndir tók menningarfulltrúi en fleiri myndir er hægt að skoða á fésbókarsíðunni "menning og viðburðir í Þorlákshöfn og Ölfusi"

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?