Hátíðlegt á aðventustund

Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri Ölfuss á aðventustund 2010
Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri Ölfuss á aðventustund 2010
Hátíðlegt var á aðventustund í Þorlákshöfn síðastliðinn sunnudag þegar ljós voru tendruð á jólatré á ráðhústorgi

 

Það var hátíðleg stund þegar ljós voru tendruð  á jólatrénu á ráðhústorgi Þorlákshafnar.

Íbúar og gestir fjölmenntu á hefðbundna dagskrá þar sem nýr bæjarstjóri Ölfuss, Ólafur Örn Ólafsson ávarpaði gesti auk Kjartans Sigurðssonar, forseta Kiwanis. Jólasveinar mættu á svæðið eftir að lúðrasveitin og skólakórarnir höfðu flutt nokkur jólalög og heitt súkkulaðið og piparkökurnar í boði Ráðhúskaffi og Landsbankans vöktu mikla gleði, enda kalt í veðri.

Myndirnar eru teknar af Róberti Karli Ingimundarsyni.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?