Hátíðlegt á þjóðhátíðardaginn í Þorlákshöfn

17. júní í Þorlákshöfn
17. júní í Þorlákshöfn
Líkt og annarsstaðar var þjóðhátíðardagurinn haldinn hátíðlegur í Þorlákshöfn
Líkt og annarsstaðar var þjóðhátíðardagurinn haldinn hátíðlegur í Þorlákshöfn. Lúðrasveit Þorlákshafnar sem nýverið hlaut menningarverðlaun Ölfuss, fór fyrir skrúðgöngu og spilaði þjóðleg lög í skrúðgarðinum þar sem hátíðarathöfn fór fram.  Þar flutti nýr bæjarstjóri Ölfuss, Gunnsteinn R. Ómarsson ávarp þar sem hann minnti á að samhugur gerir samfélögum kleift að vinna þrekvirki.  Bryndís Valdimarsdóttir flutti hátíðarræðu og rifjaði þar upp ýmislegt úr dvöl sinni hjá indjánum í Venesúela, en mikill munur er á viðhorfum íslendinga og indjánanna.  Ása Berglind Hjálmarsdóttir var glæsileg fjallkona og þeir Gunni og Felix vöktu mikla gleði barnanna þegar þeir komu fram og sprelluðu í kjölfar hátíðardagskrár.
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?