Hefur þig dreymt um að syngja í skemmtilegum karlakór ?

Hressir og flottir karlar sem syngja með Karlakór Hveragerðis, ásamt stjórnanda sínum, Örlygi Atla G…
Hressir og flottir karlar sem syngja með Karlakór Hveragerðis, ásamt stjórnanda sínum, Örlygi Atla Guðmundssyni sem er lengst til hægri á myndinni. Nýir félagar verða sérstaklega boðnir velkomnir á fyrstu æfingu vetrarins miðvikudagskvöldið 26. september kl. 19:30.

Hefur þig dreymt um að syngja í skemmtilegum karlakór ?

Vetrarstarf Karlakórs Hveragerðis hefst miðvikudagskvöldið 26. september kl. 19:30 í Vesturási í Hveragerði en það er salur við Hverahlíð 15 beint á móti Hveragerðiskirkju.  Kórinn er nú að hefja sitt þriðja starfsár en í honum eru hressir karlar úr Hveragerði, Ölfusi, Selfossi og víðar.  Stjórnandi og undirleikari er Örlygur Atli Guðmundsson.  Æft er einu sinni í viku, miðvikudagskvöld frá 19:30 til 21:30.  Lagavalið er létt og skemmtilegt og þá má ekki gleyma góðum vinskap sem myndast við að syngja saman í kór.  Kórinn stefnir á tónleikaferð til Ítalíu haustið 2019.  Nýir félagar eru hjartanlega velkomnir á fyrstu æfinguna 26. september. Það verður tekið vel á móti öllum með bros á vör.

F. h. Karlakórs Hveragerðis, Heimir Örn Heiðarsson, formaður.

 

 

 

 

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?