Heilsudagar

 

Heilsudagar

Íþróttamiðstöðin og Ræktin
27. apríl - 1. maí 2009

Mánudagur - Dótadagur í sundlauginni, börn mega koma með allskonar leikföng í laugina.
Þriðjudagur - kl. 19:30 Körfuboltasprell í Íþróttahúsinu, leikir og þrautir fyrir alla fjölskylduna.
Miðvikudagur - kl. 19:00 Fótboltafjör á gervigrasvellinum.
Fimmtudagur - kl. 20:00 Kynning á stafagöngu í Íþróttamiðstöðinni.
Föstudagskvöld - konukvöld Ræktarinnar og Ráðhúskaffi í Ráðhúskaffi, sjóheit dagskrá.

Sundátak!
Nú fara allir og synda!
Markmiðið er að þátttakendur nái að synda samtals 50 km. Allir skrá hve mikið þeir synda.
Nöfn allra sundmanna fara svo í pott, þar sem þrír heppnir verða svo dregnir út og hljóta viðurkenningu.

Frítt verður í sund, frítt verður í Ræktina, tilboð á ljósatímum.

Frítt verður fyrir íbúa sveitarfélagsins að spila golf þessa daga.
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?