Heimsókn umhverfis- og auðlindaráðherra í Grunnskólann í Þorlákshöfn og undirritun samnings vegna uppgræðslu Þorláksskóga

Heimsókn umhverfisráðherra-2
Heimsókn umhverfisráðherra-2
Heimsókn umhverfis- og auðlindaráðherra í Grunnskólann í Þorlákshöfn og undirritun samnings vegna uppgræðslu Þorláksskóga
Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra kom í heimsókn í Grunnskólann í Þorlákshöfn í morgun og kynnti sér flokkunarmál í skólanum ásamt sérstöku verkefni til að minnka matarsóun. Hún var einnig viðstödd þegar samningur um uppgræðslu Þorláksskóga í Ölfusi var undirritaður.

Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra kom í heimsókn í Grunnskólann í Þorlákshöfn í morgun og kynnti sér flokkunarmál í skólanum ásamt sérstöku verkefni til að minnka matarsóun. Nemendur í umhverfisnefnd skólans héldu fyrirlestur um umhverfismál skólans. Starfsmenn og nemendur skólans hafa náð að minnka matarsóun um helming á einu ári. Eftir fyrirlesturinn afhenti umhverfis- og auðlindaráðherra skólanum viðurkenningu fyrir góðan árangur í baráttunni gegn matarsóun.

Sigrún, umhverfis- og auðlindaráðherra var einnig viðstödd þegar Gunnsteinn R. Ómarsson, bæjarstjóri Ölfuss, Árni Bragason, landgræðslustjóri Landgræðslu Ríkisins og Aðalsteinn Sigurgeirsson, staðgengill skógræktarstjóra Skógræktarinnar undirrituðu samning um uppgræðslu Þorláksskóga í Ölfusi.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?