Herjólfshúsið orðið að ferðamiðstöð

Álfheiður tekur viðtal við Kolbrúnu Dóru
Álfheiður tekur viðtal við Kolbrúnu Dóru
Ég fór á föstudagsmorgni upp í Herjólfshús að taka viðtal við Kolbrúnu Dóru Snorradóttur sem vinnur í Herjólfshúsi.

Ég fór á föstudagsmorgni upp í Herjólfshús að taka viðtal við Kolbrúnu Dóru Snorradóttur sem vinnur í Herjólfshúsi. Ég hjólaði í sól og blíðu, fram og til baka.

,,Það koma alltaf einhverjir ferðamenn en ekki margir. Þá skoða þeir mikið handverkið og spyrja um ferjuna til Vestmannaeyja,” segir Kolbrún um ferðamennina sem koma í Herjólfshúsið.

Herjólfshúsið er með minjagripir til sölu frá Þorlákshöfn og þar eru einnig handverksvörur.

Herjólfshúsið opnaði í fyrra sem upplýsingamiðstöð og er með sína eigin fésbókarsíðu sem er hægt að finna undir Herjólfshús Þorlákshöfn" Herjólfshúsið er bara opið á sumrin.  ,,Það er hægt að fá upplýsingar um Þorlákshöfn, allavega allt sem ég veit get ég gefið upplýsingar um” segir Kolbrún.

Það er ekkert aldurstakmark fyrir þá sem vilja fara og dorga en þeir sem eru mjög ungir þurfa að koma með foreldrum sínum. Það eru líka björgunarvesti fyrir þá sem vilja.

Kolbrún hvetur alla til að koma í Herjólfshúsið og skoða. Það fæst líka kjöt og humar í Herjólfshúsinu, ekki bara handverk. ,,Svo eiga allir að gera ,,like” á síðuna.” segir Kolbrún og hlær.

Álfheiður Østerby sumarstarfsmaður Bæjarbókasafns Ölfuss

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?