Hertar sóttvarnareglur

Fyrr í dag kynnti ríkisstjórnin hertar sóttvarnareglur næstu 3 vikur.

Af þeim sökum verður Grunnskólinn í Þorlákshöfn lokaður frá og með morgundeginum 25.mars og börnin fara í páskafrí fyrr en ella.  Gert er ráð fyrir að skólahald hefjist aftur þriðjudaginn 6.apríl.  Fyrirkomulag skólahalds eftir páskafrí verður kynnt síðar. Þeir sem þurfa að ná í útifatnað eða námsgögn eru velkomnir í skólann á milli 8 og 15 á morgun, fimmtudag.

Íþróttamiðstöðin verður lokuð frá og með morgundeginum og gildir sú lokun næstu 3 vikurnar. 

Takmarkað aðgengi verður einnig að bæjarskrifstofum sveitarfélagsins næstu 3 vikur og eru íbúar og aðrir hvattir til að nýta sér síma og rafrænar lausnir í stað þess að mæta á skrifstofuna.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?