Hitaveita "aflögð"

Aðveituæð OR
Aðveituæð OR
Aðveituæðin fjarlægð

Þessa dagana vinnur Orkuveita Reykjavíkur að því að rífa syðsta hluta aðveituæðar hitaveitunnar sem liggur frá Hjalla í Ölfusi suður til Þorlákshafnar

Það er byggðum mikið kappsmál að fá hitaveitu enda jafnaðarlega ódýrari kyndingarkostur en rafmagn. Austur í Ölfusi er Orkuveitan hinsvegar ekki að leggja hitaveitu heldur afleggja, í þeim skilningi að ríflega þriggja kílómetra leggur úr aðveituæð í Ölfusi, rétt norðan Þorlákshafnar, verður rifinn.

Framkvæmdir hófust í byrjun mánaðarins og verður pípan klippt niður í tólf metra langa búta og efnið flutt ýmist til förgunar eða endurvinnslu. Æðin var lögð 1979 en var tekin úr notkun 2008, þegar önnur nýrri leysti hana af hólmi. Undirstöður pípunnar verða líka fjarlægðar og gengið frá sárum, sem þær skilja eftir.

Gert er ráð fyrir að verkið taki um mánuð.

www.or.is

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?