 
			
							_hjortur_mar2009ifsport_914593194
					 
		
		Hjörtur Már hefur verið að standa sig ákaflega vel í sundinu nú á nýju ári.   Kappinn er búinn að setja 6 íslandsmet núna strax í upphafi árs.
 
Hjörtur Már að gera það gott í sundinu.
 
Hjörtur Már hefur verið að standa sig ákaflega vel í sundinu nú á nýju ári.
Kappinn er búinn að setja 6 íslandsmet núna strax í upphafi árs.
 
Á Nýjárssundmóti fatlaðra barna ogunglinga þann 9. Janúar síðastliðinn setti hann 2 íslandsmet
í 50 metra baksundi og 50 metra bringusundi.
 
Á Reykjavík International games nú um helgina 14  16 janúar bætti hann um betur og setti fjögur íslandsmet.
Í 200 metra fjórsundi, 200 metra skriðsundi, 100 metra skriðsundi og 50 metra flugsundi.
 
Frábær árangur hjá honum
Til hamingju Hjörtur!