Hljómsveit frá Þorlákshöfn keppti í undanúrslitum Músíktilrauna

Þessa dagana stendur yfir hljómsveitakeppnin Músíktilraunir. Þetta er í þrítugasta skipti sem efnt er til Músíktilrauna fyrir unga fólkið. Sunnlendingar og Þorlákshafnarbúar hafa ekki látið sitt eftir liggja og nú líkt og í fyrra tók hljómsveit frá Þorlákshöfn þátt í keppninni. Það var hljómsveitin Hot spring, skipað þeim Sigurjóni Óla Arndal Erlingssyni á gítar, Ragnari Má Þorvaldssyni á bassa, Arnóri Braga Jóhannssyni á gítar og Bergsveini Huga Óttarssyni á trommur. Þessi efnilega hljómsveit steig á svið á laugardeginum síðasta en komst því miður ekki áfram. Gaman verður að fylgjast með þeim drengjum og vonandi fáum við að heyra í hljómsveitinni fljótlega hér í Þorlákshöfn.

Hægt er að lesa um hljómsveitina og heyra hljóðdæmi á vefsíðunni: http://musiktilraunir.is/desktopdefault.aspx/tabid-712/1771_view-1255/

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?