Hópur barna tók á móti friðarhlaupurum

Friðarhlaupið 2015
Friðarhlaupið 2015

Það var hópur kátra barna sem tók á móti hlaupurum sem mættu með friðarkyndil til Þorlákshafnar rétt fyrir hádegi í dag.

Það var hópur kátra barna sem tók á móti hlaupurum sem mættu með friðarkyndil til Þorlákshafnar rétt fyrir hádegi í dag.

Tilefnið var alþjóðlegt friðarhlaup, kyndilboðhlaup, sem fram fer um allan heim í þeim tilgangi að efla frið, vináttu og skilning manna og menningarheima á milli.  Yfir 100 lönd í öllum heimsálfum taka þátt í hlaupinu og er þetta í 10. skipti sem hlaupið er í kringum Ísland.  Hlaupið á Íslandi hófst í ísgöngunum í Langjökli þann 29. júní og voru hlauparar núna að koma til Þorlákshafnar. Áhugasamir krakkar á ýmsum aldri tóku á móti hlaupurunum og var Styrmir Dan Steinunnarson fenginn til að hlaupa með kyndilinn frá hringtorgi og að umferðaljósum en þar tóku yngri börn á móti hópnum, m.a. hópur barna sem tekur þátt í sumarlestri bókasafnsins og þar tók Helga Ósk Gunnsteinsdóttir við kyndlinum og leiddi hópinn inn í skrúðgarðinn.

Í skrúðgarðinum fræddust börnin um hlaupið og tilgang þess, sungu fyrir hlaupakempurnar og fengu viðurkenningu í lokin.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?