Hraðavaraskilti

Flestir hafa tekið eftir nýju hraðavaraskilti á Hafnarberginu, áður en komið er að leik- og grunnskóla. Þetta skilti er liður í því að ná niður hraðanum í kringum skóla- og íþróttasvæði, en það er ansi oft sem það er keyrt hratt á þessum stöðum.  Þetta eru umferðarþung svæði, bæði bílar og fótgangandi, og er hámarkshraði þarna 30 km/klst. Þetta er frábært framtak og það ættu allir að vilja setja sér það markmið að sjá eingöngu broskallinn þegar þeir keyra þarna um.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?