Hreinsun, nýbónað gólf og bollur

Bolludagur í ráðhúsinu
Bolludagur í ráðhúsinu

Það var notalegur hávaði sem barst inn um glugga ráðhússins í morgun

Það var notalegur hávaði sem barst inn um glugga ráðhússins í morgun. Hreinsunarbíll var að störfum við að hreinsa sand af bílastæðinu fyrir framan ráðhúsið. Það var ekki laust við að vorfiðringur færi um mann.  Þegar undirrituð leit síðan inn á bæjarskrifstofurnar  var þar nýbúið að bóna gólfið þannig að það tók glansandi á móti starfsfólki og gestum.

Af tilefni bolludagsins var boðið upp á bollur í kaffinu og var auðvitað tekin mynd á kaffistofunni, af bónuðu gólfinu og hreinsunarbílnum.

Góðan bolludag!

Myndir:
1. Hafdís, Guðni og Gunnsteinn á kaffistofunni
2. Hreinsunarbíll að störfum á bílastæði ráðhúss
3. Nýbúnað gólf á bæjarskrifstofu

Barbara Guðnadóttir, menningarfulltrúi

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?