Hreinsunarátak 6. maí til - 16. maí!

Þorlákshöfn
Þorlákshöfn

Hreinsunarátak 6. maí til - 16. maí!

Líkt og undanfarin ár eru íbúar í Sveitarfélaginu Ölfusi hvattir til að taka til á lóðum sínum.

Fjarlægja skal hluti sem þeim tilheyra og eru utan lóðarmarka.

Sérstök hvatning er til fyrirtækja að snyrta vel í kringum sig.

 

Hreinsunarátakið í ár hefst föstudaginn 6. maí og lýkur 16. maí.

 

Ef við viljum hafa fallegan og snyrtilegan bæ þá verðum við öll að taka þátt.

Þess vegna hvetjum við alla til að taka til hendinni þessa daga og tína laust rusl í kringum sig,

gott væri ef íbúar myndu líka hreinsa út fyrir sínar lóðir td. utan við og meðfram girðingum,

í gróðurbeðum og gangstéttum þar sem það á við.

 

Íbúar eru minntir á að klippa hekk og tré sem ná út yfir gangstéttar og stíga og truflað geta umferð gangandi vegfarenda. Að öðrum kosti munu starfsmenn sveitarfélagsins klippa gróðurinn á kostnað eigenda.

Ef nauðsyn krefur geta starfsmenn aðstoðað öryrkja og eldri borgara við að fjarlægja ruslið vinsamlega hafið þá

samband við Þjónustumiðstöð sem metur hvert verk fyrir sig, í síma 483-3803 eða 899-0011.

 

Mánudaginn 9. maí og þriðjudaginn 16. maí milli kl. 8.00 og 12.00 munu starfsmenn þjónustumiðstöðvar keyra um og taka þá poka sem settir hafa verið út fyrir lóðarmörk. Það er ekki ætlast til að fólk setji hrúgur út á gangstétt og götu.

 

Vakin er athygli á opnunartíma gámasvæðisins í Þorlákshöfn:

Virkir dagar frá kl 13:00 - 18:00

Laugardaga er opið frá kl 12:00 - 16:00.

Lokað er á sunnudögum.

 

Munið að flokka ruslið!

 

Ef mikið er af járni, getur sveitarfélagið séð um að sækja járnið.

 

Ekki er heimilt að losa rusl annarstaðar en á gámasvæði!

Í kjölfar hreinsunarátaksins munu starfsmenn áhaldahúss fjarlægja lausamuni, númerslausar bifreiðar, bílflök og sambærilega hluti á almannafæri. Einnig verða hlutir sem valdið geta skaða, mengun eða lýti á umhverfinu fjarlægðir. Þetta gildir jafnt um smærri sem stærri hluti. Í þeim efnum er stuðst við reglugerðir nr. 737/2003 um meðhöndlun úrgangs og 941/2002 um hollustuhætti.

 

Hreint land fagurt land!

Nánari upplýsingar veitir umhverfisstjóri Ölfuss í síma 899-0011.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?