Hreinsunarátak 7. maí til - 21. maí!

Þorlákshöfn
Þorlákshöfn
Líkt og undanfarin ár eru íbúar í Sveitarfélaginu Ölfusi hvattir til að taka til á lóðum sínum. Fjarlægja skal hluti sem þeim tilheyra og eru utan lóðarmarka

Líkt og undanfarin ár eru íbúar í Sveitarfélaginu Ölfusi hvattir til að taka til á lóðum sínum. Fjarlægja skal hluti sem þeim tilheyra og eru utan lóðarmarka.

Sérstök hvatning er til fyrirtækja og lögbýla að snyrta vel í kringum sig.

Hreinsunarátakið í ár hefst miðvikudaginn 7. maí kl. 10:00

Allir eru hvattir til að taka til hendinni þessa daga og tína laust rusl í kringum sig, gaman væri ef íbúar mundu líka hreinsa út fyrir sínar lóðir t.d. utan við og meðfram girðingum og gangstéttum þar sem það á við.

Íbúar eru minntir á að klippa hekk og tré sem ná út yfir gangstéttar og stíga og truflað geta umferð gangandi vegfarenda. Um miðjan maí munu starfsmenn þjónustumiðstöðvar fara um og klippa gróður sem slútir yfir gangstéttar og hindrar umferð gangandi fólks.

Starfsmenn Þjónustumiðstöðvar munu aðstoða við hreinsunina með því að afhenda sorppoka og lána kerru til að flytja ruslið. Ef nauðsyn krefur geta starfsmenn aðstoðað við að fjarlægja ruslið, vinsamlega hafið þá samband við Þjónustumiðstöð í síma 483-3803 eða 862-0920

Mánudagana 14. og 21.maí milli kl. 8.00 og 12.00 munu starfsmenn þjónustumiðstöðvar keyra um og taka þá poka sem settir hafa verið út fyrir lóðarmörk.

 

Vakin er athygli á opnunartíma gámasvæðana í Þorlákshöfn og Hrísmýri:

Mánud.-föstud. 13:00 - 18:00,  laugardag 13:00 - 16:00

Munið að flokka ruslið!

Athugið að timburstaurar mega ekki fylgja girðinganeti í járnagáminn!

Ef mikið er af járni, getur sveitarfélagið séð um að sækja járnið til fyrirtækja og bænda.

Ekki er heimilt að losa rusl annarstaðar en á gámasvæði!

Í kjölfar hreinsunarátaksins munu starfsmenn áhaldahúss fjarlægja lausamuni, númerslausar bifreiðar, bílflök og sambærilega hluti á almannafæri. Einnig verða hlutir sem valdið geta skaða, mengun eða lýti á umhverfinu fjarlægðir. Þetta gildir jafnt um smærri sem stærri hluti. Í þeim efnum er stuðst við reglugerðir nr. 737/2003 um meðhöndlun úrgangs og 941/2002 um hollustuhætti.

Hreint land fagurt land!

Nánari upplýsingar veitir verkstjóri þjónustumiðstöðvar Ölfuss í síma 862-0920.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?